top of page
Kolbrun dogg 3457.jpg

UM MIG

List fyrir mér felst í að gefa, koma á óvart og hreyfa við öðrum. Ég er listamaður og fötlunarlistakona með sterka réttlætiskennd. Það sem hreyfir við mér er fegurð í mannlegum samskiptum.


Frá unga aldri hef ég haft áhuga á leiklist og hef starfað með Halaleikhópnum, verið í uppistandi og framið gjörninga í anda fötlunarlistar.


Menntun: Félagsliði frá Borgarholtsskóla 2002. BA í Þroskaþjálfafræði Háskóla Íslands 2011
og diplóma í fötlunarfræði 2012. MA nám í fötlunarfræði mínus ritgerð.
Hóf nám á sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands 2018.


Störf: Starfaði sem félagsliði í iðjuþjálfun á geðsviði Landspítalans árin 2002-2004. Þar vann ég með fólki á jafningjagrunni m.a. í listrænum verkefnum. Ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar 2016-2017 og hjá NPA miðstöðinni hef ég tekið virkan þátt frá stofnun miðstöðvarinnar 2010. Í gegnum tíðina hef ég verið virk
í hagsmuna- og mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.


Ég hef áhuga á að vinna með fólki í gegnum listsköpun,
sem hefur alltaf verið mín köllun.

Um mig: Bio
bottom of page