top of page
Manifesto_KDK_mynd_1.jpg

MANIFESTO

Glæpalist

  1. Glæpalist er framin til að afhjúpa glæp/i. Glæp sem felur í sér; jaðarsetningu, mismunun, óréttlæti, kúgun, ofbeldi, fordóma og hindranir hverskonar.

  2. Glæpalistafólk er reiðubúið að fara yfir mörk og brjóta reglur samfélagsins með borgaralegri óhlýðni.  

  3. Glæpalist er ekki framin til að skaða annað fólk eða dýr.

  4. Glæpalist er gjörningur sem framin er í opinberu almennings rými; út á götu, inni í stofnunum s.s. kirkju, leikhúsi, skólum, kaffihúsi og víðar.

  5. Glæpalist er ekki framin til að viðhalda jaðarsetningu og mismunun. Þess vegna getur hún verið ögrandi fyrir viðkvæma borgara.

  6. Glæpalist getur verið undirbúin fyrir fram og eða framin spontant.

  7. Glæpalistafólk getur unnið sjálfstætt eða í samstarfi við aðra.

  8. Glæpalistafólk nýtir list til að hreyfa við fólki og stöðnuðum kerfum.

  9. Glæpalista gjörningur er framin án þess að hann er auglýstur.

  10. Glæpalist er ekki fjármögnuð úr opinberum sjóðum.


10. ágúst 2020

Kolbrún Dögg, glæpalistakona

Manifesto: Bio
bottom of page