Útskriftarverkefni mín, BA í þroskaþjálfafræði við HÍ, 2011, voru: Leiksýningin The Normal Show, sem ég samdi í samvinnu við nemendur í Fjöllistahóp, setti upp og sýndi og ljósmyndagjörningurinn Fullgild þátttaka, alls 16 myndir teknar af Jónatan Grétarssyni, ljósmyndara, í stærð 40 x 30cm, svarthvítar í virðulegum ramma, sýndar í kennslustofu og afrakstur Fjöllistahóps á námstímabilinu.
Árið 2010 uppgötva ég fötlunarlist í þroskaþjálfanámi mínu við HÍ. Vildi gera lokaverkefni í anda fötlunarlistar, leikverk/gjörning. Fjöllistahópur, 7 nemendur í diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði HÍ tók þátt. Markmið var að búa til leikrit/gjörning í anda fötlunarlistar og enda á leiksýningu og kynna fyrir nemendum fötlunarlist. Áherslan var andóf gegn ríkjandi viðhorfum og staðalmyndum. Að sýna fatlað fólk á jákvæðan hátt, virka og skapandi borgara í samfélaginu, tengt listum og menningu. Að fá tækifæri til að vera gagnrýnin og láta rödd sína heyrast í gegnum leiklist og húmor.
Hvað er fötlun, hvað er list, hvað er mynd, hvað er nafn?
Ég er...
Yorumlar