top of page
Search
  • Writer's pictureKolbrún Dögg

Fullgild þátttaka - ljósmyndagjörningur

Útskriftarverkefni mín, BA í þroskaþjálfafræði við HÍ, 2011, voru: Leiksýningin The Normal Show, sem ég samdi í samvinnu við nemendur í Fjöllistahóp, setti upp og sýndi og ljósmyndagjörningurinn Fullgild þátttaka, alls 16 myndir teknar af Jónatan Grétarssyni, ljósmyndara, í stærð 40 x 30cm, svarthvítar í virðulegum ramma, sýndar í kennslustofu og afrakstur Fjöllistahóps á námstímabilinu.

Árið 2010 uppgötva ég fötlunarlist í þroskaþjálfanámi mínu við HÍ. Vildi gera lokaverkefni í anda fötlunarlistar, leikverk/gjörning. Fjöllistahópur, 7 nemendur í diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði HÍ tók þátt. Markmið var að búa til leikrit/gjörning í anda fötlunarlistar og enda á leiksýningu og kynna fyrir nemendum fötlunarlist. Áherslan var andóf gegn ríkjandi viðhorfum og staðalmyndum. Að sýna fatlað fólk á jákvæðan hátt, virka og skapandi borgara í samfélaginu, tengt listum og menningu. Að fá tækifæri til að vera gagnrýnin og láta rödd sína heyrast í gegnum leiklist og húmor.


Hvað er fötlun, hvað er list, hvað er mynd, hvað er nafn?

Ég er...

 

Árni Tryggvason, leikari Hreinn

 

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og listakona Gígja

 

Jón Gnarr, borgarstjóri og leikari Gauti

 

Selma Björnsdóttir, söngkona Erla Kristín

 

Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður og heimspekingur

Sigurgeir

 

Erna Ómarsdóttir, dansari Kolbrún

 

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra

Jóhann

 

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Rut

 

Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur Hreinn

 

Hr. Ólafur Ragnar og Frú Dorrit Kolbrún og Jói


37 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page